þriðjudagur, maí 06, 2008

bissí bý

margt hefur á dagana drifið síðan síðast. sólin hefur skinið töluvert þó að þoka og rigning sé normið undanfarnar tvo daga, einmitt þegar ég er búin að rífa fram reiðhjólið og hjóla í vinnuna. austanáttin er erfið á heimleiðinni skal ég segja ykkur.
en eins og ég sagði þá hefur margt gerst og þetta stendur upp úr:
  • guðný fyrrum kennari kom til eyja við aðra konu á lokasýningu hársins.
  • ég fór með hálf-japanskan breta í túristarúnt. hitti hann ásamt vinkonum á pöbbanum og af einstakri gestrisni rúntaði ég með liðið um eyjuna fögru í sól og blíðu daginn eftir.
  • ég sveik lit og fór aðeins í vinnuna á 1. maí. varð að gera það til að vinna upp eftir veikindi. þetta gerir sig víst ekki sjálft.
  • ég fór út í brand í fyrsta sinn í sumar í bongóblíðu. geððegt!
  • ég hitti vinkonurnar og við fórum um hafnarfjörð að leita að álfum/huldufólki.
  • ég borðaði í fyrsta sinn á manni lifandi.
  • ég hitti stóran part móðurfjölskyldunnar í kaffiboði hjá ömmu og afa. ýkt gaman og suma hafði maður hreinlega aldrei séð (börn sem hafa fæðst erlendis).
  • ég fór í 65 ára afmæli tengdapabba og fékk hópknús frá börnunum í veislunni.

framundan er svo 16 ára ammæli hjá litlu syss, vinna eins og skepna til að klára veturinn (verð einmitt næstu kvöld með vinnu heima...ég sé ekki alveg fram úr þessu öllu), reyna að halda heimilinu í horfinu og knúsa gunna minn oft og mikið en hann er kominn í frí framyfir sjómannadag.

bið að heilsa í bili...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Good fill someone in on and this enter helped me alot in my college assignement. Gratefulness you for your information.