þriðjudagur, apríl 22, 2008

lasarus

vorið góða grænt og hlýtt sem græðir víst fjör í dalinn er komið og ég er veik heima... hef sloppið alveg í vetur meðan allir aðrir hafa legið með hor og hósta. ég hélt að flensutímabilið væri búið en nei, ég þurfti að ná í skottið á því...djö.....
og ekki nóg með að ég sé lasin þá er ég ein heima því gunni minn er á sjó. ég þarf þá víst að sjá um mig sjálf og ekki nóg með það hef ég engan til að vorkenna mér.
en gunni minn og þeir á huginn komu heim til að landa um helgina en fóru aftur á laugardagskvöld. þeir eru því tiltölulega nýkomnir á miðin. þeir misstu pokann og því fór það hal fyrir lítið. en svo settu þeir nýja pokann út og pössuðu að stúrmestrássið passaði við höfuðlínustykkið, þannig að þetta hefur haldið ennþá. kassaþvingulegurnar stjórnborðsmegin hafa líka staðið sig meðan badervélarnar vantar sanspanaríum. en ef að svona heldur áfram þá fylla þeir fljótt og vel og landa jafnvel í Shetlandseyjum, það er þó ekki vitað fyrr en í kvöld. en þegar næst verður landað heima ætlar gunni minn að fara í frí þar sem sauðburður er að bresta á í brandinum.
vonandi verð ég laus við flensuna þá...

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Loksins kom blogg..

Kvitt...

Nafnlaus sagði...

vá thvilíkur ordafordi... thetta er otrulegt... mig vantar greinilega ordabok sjomanna/sjomannskvenna... ;)

eg væri til i saudburd... er thetta alvøru saudburdur? eda lika hugtak ur sjomannamálinu...;)
kannski eg fai mer heimaling i gardinn minn.
knus dagny

Drífa Þöll sagði...

þetta er alvöru sauðburður, langar þig kannski að skella þér og rifja upp gamla takta?

Nafnlaus sagði...

o já... væri sko til... sveitalubbinn blundar sterkt i mér... hef ekki sed nyfædd lømb i áraradir...

kv. dss