miðvikudagur, apríl 23, 2008

þar sem ég ligg veik heima og hef ekkert annað að gera en að horfa á varp það er kennt er við sjón þá fór ég ekki varhluta af fréttum í dag. þar bar hæst mótmæli trukkabílstjóra við suðurlandsveg.
ég er hlynnt því að verið sé að mótmæla of háu bensínverði. peningurinn sem maður eyðir í eldsneyti er skandall.
fréttirnar sem ég sá byggðust flestar á því að hallað var á lögguna fyrir fasíska tilburði. ég ætla ekki að leggja dóm á það, enda var ég ekki á staðnum, og ég býst við að þeir hafi brugðist við eins og þeim þótti réttast í stöðunni. að nota meis eða ekki? örugglega erfitt að meta þegar staðan var orðin svona.
en það sem mér fannst mest svekkjandi við þessa atburði var að þarna myndaðist múgæsing sem er þessum málstað ekki til framdráttar. þarna birtist misviturt fólk sem gerði allt (g)eggjað og að auki fór lögregluþjónn á spítala eftir að hafa fengið grjót í höfuðið.
mótmælum áfram en gerum þetta ekki að stríði við lögguna. löggurnar eru jú bara í vinnunni sinni og finnst alveg örugglega ekki gaman að standa í svona veseni.
spurning hvort við eigum ekki bara að bojkotta bensínstöðvarnar í smá tíma, þá kannski lækka olíufélögin þetta bara sjálf án afskipta ríkisins?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

alveg innilega sammala... Maggi bródir (minn) var ad segja mer fra thessu i gær... thetta er eins og thegar motmælin utaf ungdomshusinu i køben voru i fullum gangi... fint mal ad motmæla... en ekki ad berjast med grjoti og eldi. thvi midur er meirihlutinn af motmælendum adgerdalaust folk i uppreisnarhug thvi thad eru fornalømb samfelagsins... svona mótmæli hafa ekki tha virkni eins og ætlunin var.
kv. dss

Nafnlaus sagði...

Sammála kæra frænka..láttu þér batna..

Stella.