jæja, desember genginn í garð og jólin að bresta á. snjórinn útifyrir gerir umhverfið líka enn jólalegra og maður er farinn að hlakka mikið til. ég er búin að þruma upp seríunum og aðventuljósinu og eitt og eitt skraut er borið úr geymslunni og sett á sinn stað.
magnað hvað maður verður fljótt fastheldin á það hvar jólaskrautið á að vera og þetta eru bara þriðju jólin hér á ásaveginum.
mamma og lúa verða hjá okkur um jólin eins og í fyrra en þær ætla svo til borgar óttans fyrir áramót. það verður bara gaman. ég hef sett mömmu það fyrir að kaupa skötuna og býst þar af leiðandi við því að hún verði vel kæst og góð. annars verður þetta hefðbundið hjá okkur. hamborgarhryggur á aðfangadag og hangikjet hjá tengdó á jóladag. þau verða reyndar heima hjá sér í nýja húsinu á aðfangadag en ekki hjá okkur eins og tvö síðustu ár. það verður líka fullt hús hjá þeim, anna stefanía kemur frá sverige og pétur og fjölskylda kemur úr firði sem kenndur eru við höfn.
nú þarf maður bara að fara að versla jólapappír og kort, malt og appelsín, jólatré og kerti, makkintoss og mandarínur og þá er maður klár fyrir hátíðarnar.
magnað hvað maður verður fljótt fastheldin á það hvar jólaskrautið á að vera og þetta eru bara þriðju jólin hér á ásaveginum.
mamma og lúa verða hjá okkur um jólin eins og í fyrra en þær ætla svo til borgar óttans fyrir áramót. það verður bara gaman. ég hef sett mömmu það fyrir að kaupa skötuna og býst þar af leiðandi við því að hún verði vel kæst og góð. annars verður þetta hefðbundið hjá okkur. hamborgarhryggur á aðfangadag og hangikjet hjá tengdó á jóladag. þau verða reyndar heima hjá sér í nýja húsinu á aðfangadag en ekki hjá okkur eins og tvö síðustu ár. það verður líka fullt hús hjá þeim, anna stefanía kemur frá sverige og pétur og fjölskylda kemur úr firði sem kenndur eru við höfn.
nú þarf maður bara að fara að versla jólapappír og kort, malt og appelsín, jólatré og kerti, makkintoss og mandarínur og þá er maður klár fyrir hátíðarnar.
3 ummæli:
Kósý hjá ykkur :O)
Kv,
Stella.
Ég er farin að hlakka svvooo til jólanna Drífa að þú trúir því ekki :)
Kveðja Helga felga
her er ordid passlega jolalegt... og jolatred komid upp og pakkarnir komnir undir thad... i nokkid heilu lagi :)
gledileg jol og hafid thad gott.
kvedja fra Møllegade med 2 ellum ;)
Skrifa ummæli