laugardagur, janúar 06, 2007

þrettándinn

jæja þá eru jólin loksins búin...þ.e.a.s. á miðnætti. við gunni minn fórum að sjálfsögðu að sjá flugeldasýninguna, gengum í blysför jólasveina og trölla og fórum svo á malarvöllinn og fygldumst með tröllunum og grýlu og leppalúða hrella börnin við brennuna. þar voru líka að venju púkar og álfar að dansa. það jók enn á ánægjuna að hitta á helgu dís sem að mér sýndist var agndofa yfir því hvað vestmannaeyingar eru klikkaðir. hún var víst líka búin að vera að taka glósur allan daginn yfir fræðslumyndum og gömlum skjölum sem fjölskylda svila hennar sá um að sýna henni og fjölskyldunni. þau hjónin eru víst orðin sérfræðingar í lögn vatnsins til eyja.
en við gunni minn nenntum ekki að bíða eftir seinni flugeldasýningunni enda frekar leiðinlegt veður og rukum heim að elda humarinn sem bragðaðist svona líka vel.
og nú ætla ég að liggja á meltunni fram eftir kvöldi og jafnvel sötra bjór ef (vín)andinn kemur yfir mig.
vi ses...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heyrðu, opnaðu bjórinn, ég er á leiðinni! *risasakn*

Skoffínið sagði...

Knús og takk fyrir helgina mín kæra mær:)