þriðjudagur, janúar 16, 2007

janúarpælingar

janúar æðir áfram. prófin búin og maður hamast við að græja einkunnir og undirbúa foreldrafundi og komast yfir að plana næstu önn. brjálað að gera.
veðurguðirnir virðast vera eitthvað pisst við okkur þar sem ógeðslegur skítaviðbjóðskuldi hefur verið að hrella okkur og ekki nóg með það er SNJÓR!!! ömurleg færð og ekki verandi úti. mætti halda að maður búi norður við heimsskautsbaug!

svo eru það auðvitað öll ammælin. fór í ammæli til lailunnar minnar á föstudagskvöldið. skellti mér í herjólf og barðist við ógleðina en það var fljótt að snúast í gleði þegar maður mætti í stórsteikina hjá lailu. rosa dinner og partý fram á nótt. elsku laila innilega til hamingju með ammælið!
eitthvað kíkt á útsölur en var hálfrykug...hemm....hemm...og hafði því ekki orku í páersjopping.

mamma flutti í nýju íbúðina sína. ýkt fín risíbúð og vonandi líður þeim mæðgum vel þar.

svo var farið í ammæli til andreu litlu á sunnudag. að því loknu var ekið í þorlákshöfn þar sem herjólfur beið mín. og mér til mikillar ánægju var ferðin heim ánægjulegri en uppálandferðin.

en svo halda ammælin áfram. nú mitt auðvitað og svo gunni minn. þríburarnir hennar siggu áttu ammæli 13., elín 3., bibbi og kristjana 9. og 11., örvar á ammæli 25., rokkarinn 28. og fanney 31. ég vona að ég gleymi engum. en til að friða samviskuna óska ég öllum innilega til hamingju með dagana sína!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

HæHæ
Greinilega mikið að gera hjá þér sæta :) Þú passar þig nú á að hafa það rólegt og gott á mánudaginn:)
Nichary kveður með von í hjarta að betri veðurfarstímar séu framundan..