eftir að hafa þusað yfir veðrinu í síðustu færslu þá fór ég aðeins að spekúlera.
sko...það einhvern veginn virðist alltaf koma okkur íslendingum á óvart þegar veturinn skellur á af alvöru. á hverju ári bilast allt í fyrstu hálku og dekkjaverkstæði yfirfyllast af örvæntingarfullu fólki sem reytir hár sitt og skegg yfir þessum óvænta viðburði. fólk sem ekki aðhyllist skíðaíþróttina eða þoturennsli fussar og sveiar ef að rigningin dirfist að breytast í snjókomu. færðin verður óþrjótandi umræðuefni. þegar tekur að vora og regnið fossar úr skýjunum og vindurinn blæs þá eru allir hundfúlir yfir því að sólin láti ekki sjá sig. svo þegar sumarið kemur og sólin birtist endrum og sinnum þá er aldrei nógu heitt.
ég held að þetta sé vítahringur sem við íslendingar eigum erfitt með að ná okkur út úr. ætli það takist einhvern tímann?
fimmtudagur, janúar 18, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hehehe nei alveg pottþétt ekki!!!
Já og svo þegar maður býr í útlöndum þá hugsar maður svo fallega til veðursins á Íslandi því að þar verður aldrei of heitt!
Skrifa ummæli