laugardagur, nóvember 25, 2006

verðlaun?

ég held ég fari bráðum að fá hin þekktu verðlaun LETIHAUGINN fyrir einstaklega fáar bloggfærslur núna undanfarna mánuði. ég held ég sé vel að þeim komin þó að ég geti ekki viðurkennt að ég sé mjög stolt af þessum titli. og eins og sannur letihaugur ætla ég að afsaka mig smá.
það hefur gengið á ýmsu: mikið að gera í vinnunniþar sem ég er að asnast til að leggja fyrir próf í gríð og erg og setja nemendum fyrir ritgerðir, er byrjuð aftur í kórnum, americas next og survivor taka tvö kvöld í viku, það hefur fækkað í dýrastofninum á heimilinu (blessuð sé minning Cassöndru) og ýmislegt sem ekki verður minnst á hér...kannski aðallega vegna gleymsku...býst við að það sé að ganga þar sem laila mín virðist þjást af því líka.
stefnan er að gera bragarbót á, spurning hvernig það mun ganga, en viljinn er til staðar þó að nennan sé það ekki alltaf...
hilsen...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

elsku drífa
takk kærlega f jólakortid...
thad for allt i rugl hja mér i jolakortamálunum... er ekki buin ad gleyma ther ;)
gledileg jol og hafid thad gott.
knus dss