föstudagur, febrúar 24, 2006

nú erum við gunni minn orðin menn með mönnum. búin að eignast lappa og erum með þráðlaust net! vúhú! almennilegt ekki satt? þá getur maður hangið fyrir framan tölvuna annarsstaðar en innilokaður í herbergi og þó svo að annað okkar sé í tölvunni getur hitt líka farið í tölvuna...magnaður andsk....
annars hefur flensuviðbjóðurinn sem hrjáði gunna minn í síðustu viku breiðst út og hefur nú lagst á mig og bínu (nýja gælunafnið hennar cassýar). erum núna hóstandi og hnerrandi hvor í kapp við aðra. hef samt harkað af mér og mætt í vinnuna síðustu þrjá daga (er ekki nógu veik!!!) og er að fara í fertugsafmæli á morgunn þannig að maður þarf að reyna að hressa sig við.
vegna alls þessa fór ég að velta fyrir mér fyrirbærinu hori. er einhver maskína inni í manni sem framleiðir þennan viðbjóð sem flæðir út um nasirnar á manni þessa dagana? þegar maður er sprækur er þá verkfall í horverksmiðjunni? ætli ég sé kannski komin með óráð farin að velta þessari vitleysu fyrir mér? best að skríða upp í með hitapoka og korktappa í nefi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æi aumingja ræflarnir.. ef þið Gunni eruð bara nógu dugleg að knúsa hvort annað ákveða horverksmiðjurnar ykkar örugglega að hætta að framleiða hor! Horverkfall takk fyrir!
Knús og kossar frá France, hugsum til ykkar :)