mánudagur, desember 12, 2005

miss world punktur is

eins og alþjóð veit var unnur birna ,,okkar" kosin ungfrú heimur núna um helgina. eflaust er þetta frábært og miðað við höfðatölu er magnaður andsk.... að við skulum hafa átt 3 ungfrú heimur. það eru ansi margir í kringum mig sem að halda vart vatni yfir þessum fréttum. er ég lúði að tárast ekki af gleði? ég meina lífshamingja mín veltur ekki á því að þessi snoppufríða snót ætli að bjarga heiminum með fegurðina að vopni, er það???
maður getur líka komið með þessa spurningu: er hægt að keppa í því að vera sætastur? eins og kom fram í myndinni í skóm drekans.
viljum við konur vera metnar eftir einhverri staðlaðri ímynd um fegurð? hver býr til þennan staðal? er nauðsynlegt að vera með vaselín á tönnunum, límband á rassi og brjóstum og vera við hungurmörk til að vera metin að verðleikum? bara hingað og ekki lengra! mér þætti miklu merkilegra ef íslensk kona ynni friðarverðlaun nóbels! hún hefði þá eitthvað fleira til brunns að bera heldur en einungis góð fegurðargen!
sveiattan!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er nú aldeilis frábært að við skulum hafa eignast ungrú heim aftur .... hinar tvær eru Hólmfríður Karlsdóttir leikskólakennari og Linda Pétursdóttir einstæð móðir, ef allt gengur að óskum hjá Unni Birnu í framtíðinni, þá getur hún KANNSKI orðið annað þessara eða jafnvel bæði. Þetta sannar hvað miss world fær ótrúleg tækifæri í lífinu :)

Skoffínið sagði...

Það er rétt!!!
Kúkum á fegurðina og látum vaxa hár undir höndunum og göngum í strigapokum til að undirstrika ekki neins konar vaxtarlag!!!!!