fimmtudagur, desember 08, 2005

jebb, er á lífi. er búin að vera nánast heiladauð frá frumsýningu. þetta var ansi mikið stress undir restina og mikil að gera, svo eftir frumsýningu var nottlega djammað dulítið og síðan hef ég verið í letikasti nánast. fékk reyndar alla stórfjölskylduna í heimsókn eina helgina (píndi liðið til að koma að sjá leikritið). það mættu 9 manns og viti menn og dvergar það var pláss fyrir alla! vei hvað það er gaman að búa í stóru húsi! það vildi nú reyndar þannig til að ég var niðri í leikhúsi megnið af helginni.....djö....tvær sýningar á laugardeginum og ein á sunnudeginum. það var reyndar ekkert svo slæmt því það dæmdist á gestina að elda stórsteikina á laugardagskvöldinu. öfga gaman að fá fólkið sitt til sín, enda hafði ég ekki komist upp á land síðan í september. ég veit reyndar ekki hvenær mágkonur mínar koma aftur, það var nefnilega doldið vont í sjóinn báðar leiðir..... heyrist það á þeim að þær ætli að stofna samtökin: GFL sem stendur fyrir Göng Fyrir Landkrabba og munu starfa samhliða Ægisdyrum. Þeir sem styðja þessar framkvæmdir eru beðnir um að mæta við Bakkaflugvöll með skóflur 1. janúar næstkomandi kl. 13.00 og byrja að moka! athugið að það má koma þunnur!

1 ummæli:

Laila sagði...

Áfram GFL
lýst ýkt vel á þessa hugmynd. Ég verð á landinu svo Bakki blívar. Veit reyndar ekki hvort ég næ að mæta þann 1.janúar. Er nefnilega ekki á bíl og held það séu ekki rútuferðir. Úff gott að nota það sem afsökun en ekki leti eða eitthvað slíkt. Get fljótlega ekki notað útlönd sem afsökun.