laugardagur, október 08, 2005

ég var víst klukkuð!

já krakkar mínir margt og mikið gerist í netheimum og sumt veit maður ekki alveg hvað er....en sumsé var ég klukkuð og mér skilst að þar með verði ég að segja frá einhverjum 5 atriðum sem flestir vita ekki um mig.... látum okkur nú sjá:
1. ég þykist vera æðislega dugleg og klár en er inni við beinið letihaugur dauðans. sat t.d. frekar á rassgatinu í gær og drakk kók læt og reykti og talaði í símann frekar en að þrífa risastóra einbýlishúsið mitt. heheheh....þið sem hafið komið í heimsókn haldið kannski að það sé alltaf svona fínt og strokið hjá okkur hjónaleysunum...en ónei...
2. mér finnst geðveikt gott að bora í nefið. reyni að stunda það í einrúmi en gleymi mér stundum og þá kemur mitt sanna sjálf í ljós....
3. mér er farið að þykja mjög vænt um cassý, nýja köttinn á heimilinu, en ég einmitt lét hana fara geðveikt í taugarnar á mér fyrst. vildi ekki að marteinn minn félli í skuggann af nýjasta fjölskyldumeðlimnum.
4. ég dæli aldrei bensíni sjálf á bensínstöð, læt alltaf bensíntittina gera það. það eru reyndar tvær ástæður fyrir því: í vestmannaeyjum eru engir bensíntittir sem slíkir en maður borgar jafnmikið fyrir að dæla sjálfur og að fá þjónustu. hin ástæðan er að ég keyrði einu sinni af stað með bensínbyssuna ennþá í bensíngatinu og sleit systemið af, braut stefnuljós og rispaði bílinn(þegar slangan slengdist í bílinn eftir að hafa slitnað) nákvæmlega eins og í seríós auglýsingunni sem tröllreið öllu hér um árið.
5. ég á mér líka leynda drauma um að verða heimsfræg og ýkt rík. veit reyndar ekki enn hvernig ég fer að því en það skal gerast!!! heimsyfirráð eða dauði!

sjitt hvað þetta var erfitt....hmmmmmm....jæja hvern skal klukka næst? íris sig og gunnar þór, það eru eiginlega einu bloggararnir sem ég veit um sem ekki er búið að klukka.
klukk!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hm, forvitnilegar staðreyndir Fífí mín! Ég vil bæta við að mamma hennar Drífu kallaði hana oft Fífí eða Fíu (6. staðreyndin :))

Laila sagði...

oh vá skil þig vel með ,,,, - svo getur maður búið til kúlur og allt

Nafnlaus sagði...

hæ Fífí, þessu gleymi ég aldrei, bestu uppl sem ég hef séð í þessu klukk æði. Takk Lilja, you made my day

Skoffínið sagði...

Mér finnst líka gott að bora í nefið og sagði Þór frá því og þá sagði hann að öllum þætti gott að bora í nefið!!??!! Til hvers þá að fara í felur með þetta. Borum í nefið á almannafæri!

Já og þér til upplýsinga þá hélt ég í langan tíma að Cassý héti í raun Kassi :/ ekki segja neinum ;)