jessörí bobb æm alæv!
jebb maður var svona í smá pásu....hemhem...þær verða eflaust einhverjar nú þegar æfingar eru hafnar á fullu í leikfélaginu. maður fórnar því að nördast fyrir listina eða hvað? kannski er þetta bara húðleti sem veldur því. en reyndar hef ég verið í vinnu fram undir kvöldmat undanfarnar tvær vikur (og nota bene er ég yfirleitt búin að kenna um 12.30) og kvöldin hafa farið í æfingar hjá l.v. (þá er ég ekki að tala um lúðrasveitina!) og svo eftir æfingar þarf maður að vinna upp áhorf á þeim sjónvarpsþáttum sem maður lét taka upp fyrr um kvöldið, svo loks drattast maður í rúmið. þetta verður svo eflaust svæsnara eftir því sem líður á æfingatímabilið... en djöfull er þetta nú gaman... þ.e. ekki sú ofurþreyta sem maður er allar helgar að reyna að yfirbuga með ómældum svefni, heldur það að taka þátt í svona frábæru leikriti. ýkt kúl geðveikt! ég hér með ætlast til að allir sem vettlingi geta valdið komi nú á sýningu og sjái skvísuna í hlutverki ofursexý nornar sem búin er að sminka yfir baugana. ýmislegt á sig lagt fyrir egóið ha?
föstudagur, september 30, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Skemmtilegt hvernig maður getur eignast svona óvænta aðdáendur eins og þú ert búin að eignast hér - svona bloggaðdáanda ehheehehe
Skrifa ummæli