fimmtudagur, október 27, 2005
skilaboðaskjóðan
skilaboðaskjóðan hefur verið lokuð undanfarið hjá manni enda töluvert að gera. ég er orðin meistari í að búa til blóm úr herðajárnum (svona eins og maður fær í efnalaugum), sníða laufblöð, sauma þau saman og festa á rafmagnsrör, nota heftibyssu, veggfóðra með teppalímbandi, klippa hæsnanet og móta það í hina ýmsustu hluti. svo er það nottlega vinnan við leikskrána sem er að bresta á og svo þarf maður líka að muna textann sinn og stöðurnar á sviðinu. ofan á allt saman þarf maður víst að sinna manninum sínum, vinnunni sinni, köttunum og heimilinu. já ekkert nema glamúr að tigna leiklistargyðjuna! en gaman er það þegar fólk ætlar að ærast af hrifningu að lokinni frumsýningu, þá er öll þessi vinna svoooooooo þess virði. spurning reyndar hvort að fjölskylda og vinir verði ekki búnir að afneita manni vegna sambandsleysis???...hehehehehe.... alla vega þá bið ég kærlega að heilsa ykkur öllum og ég sakna ykkar geððegt. býst við að heyra frá ykkur eftir FRUMSÝNINGARDAGINN 12. nóvember!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli