laugardagur, september 10, 2005

já rosalega getur maður verið rólegur í tíðinni... enda hefur rignt töluvert hér...held að monsoon rigningarnar hafi komist alla leið til suðurhafsparadísarinnar. en öll él styttir upp um síðir eins og þar stendur þó svo að þessi él hafi verið bráðnuð þegar þau féllu til jarðar.
eva og þór voru hér um daginn, óvænt framlenging á fríinu þeirra, okkur gunna til ómældrar gleði. að vanda var gleðin pumpuð upp með smá áfengi og varð enn skemmtilegra fyrir vikið. lundinn og tríkot og kvöldið fullkomnað! en nú eru þau farin aftur og maður bara tárast við tilhugsunina...en nú styttist í að laila mín komi heim og svo koma eva og þór nottlega aftur í kringum jólin. vei!
skólinn er byrjaður á fullu og nóg að gera. var eiginlega búin að gleyma því hvað það tekur á að siða annarra manna börn til og reyna að kenna þeim eitthvað í leiðinni. ég held að til þess sé leikurinn gerður með þessu ,,langa" sumarfríi. að kennaragreyin gleymi púlinu og puðinu yfir sumartímann svo að þeir hætti ekki að kenna og fara út á einhverjar aðrar brautir mismikið betur borgaðar...
nýtt leikár er byrjað hjá okkur í l.v. og meistarastykkið skilaboðaskjóðan verður sett upp nú á haustmánuðum. jors trúlí gat nottlega ekki setið á sér og tróð sér í lítið hlutverk. (maður var kominn með fráhvarfseinkenni...) tek að mér hlutverk nornarinnar og ég hef heyrt því fleygt að ég þurfi víst ekki að leika mikið....hehehee....en reyndar er ég á smá sérsamning við leikstjórana þannig að ef málin fara að þróast eitthvað þá má ég draga mig útúr þessu. en málin ganga sumsé mjög hægt og ef það er eitthvað sem ég er að læra þá er það þolinmæði!(þið fattið sem eigið að fatta)
annars eru vestmannaeyingar mest að tala um útboð herjólfs og sameiningar skólanna í saumaklúbbum, á kaffistofum og í skýlinu. jú og auðvitað nýtt kvótaár....má ekki gleyma því. ef þið viljið fræðast meira um þau mál bendi ég á eyjafrettir.is og fleiri tengda miðla.

Engin ummæli: