þriðjudagur, ágúst 09, 2005

margt býr í þokunni...

var að spjalla við ödda bró. hann var að hringja í mig til að láta mig vita af því að hann væri á leið til eyja að dæma fótboltaleik. það er nú svo sem ekkert í frásögur færandi nema mér varð litið út um gluggann og spurði sem svo: eigið þið að koma fljúgandi eða með herjólfi? með flugi var svarið. þá gat ég ekki annað en skellt upp úr þar sem þokan hér er svo svört að það sést varla milli húsa og að auki nær þokan alveg niðrí sjó. þetta uppálandi lið!!! hann var að fara alla leið á bakka og datt ekki í hug að athuga með flug! heheheh.... við kvöddumst og hann ákvað að hringja í ksí dómaradeildina eða eitthvað til að athuga með hvort búið væri að flauta þetta af. (gett itt?) hann hringdi svo aftur og sagði að það væri athugun kl. 16.00. maður lifandi! athuga smathuga...það verður ekki flogið til vestmannaeyja næstu daga með þessu áframhaldi!
þess vegna vel ég þann þrælgóða ferðamáta, herjólf, til að fara upp á land á morgunn. vei! er að fara norður á strandir með pabba, gullu, ödda bró og gunna mínum. verð eflaust ansi þreytt í vinnu á mánudag(fyrsti vinnudagur vetrarins) eftir maraþonkeyrslu frá djúpuvík til þorlákshafnar og þaðan til vestmann. en ég efa ekki að þessi ferð verði þreytunnar virði. áfram galdramenn og konur!

Engin ummæli: