sunnudagur, ágúst 07, 2005

Þjóhátíð yfirstaðin = sumarið er búið

jess mæ hors, Þjóðhátíðin búin og það þýðir aðeins eitt: sumarið er búið! nú situr maður með tær(fleirtalan af tár) í augunum og vonar að tíminn verði fljótur að líða og að Þjóðhátíð 2006 bíði bara rétt handan við hornið.
annars heppnaðist þessi Þjóðhátíð bara þrusuvel. við vorum ekki þeirrar ánægju aðnjótandi að hafa gesti en skemmtum okkur samt vel. tjaldið var vel skreytt: pappírsstjörnur og diskókúla frá spáni í boði evu og þórs. það var bara fullorðins í tjaldinu okkar: tertur og kaffi eftir setninguna og svo smurt föstudag og laugardag. (undirrituð vill vekja athygli á því að það var ekki smurt fyrir sunnudag. það var vegna þess að aðrir sem voru involveraðir í smurbrauðsþjónustu gáfumannafélagsins höfðu ekki rænu á að hugsa sjálfstætt og skella smá salati á brauð. undirrituð var upptekin með leikfélaginu frá 12 á hádegi til rúmlega 17 bæði laugardag og sunnudag.)
en hvað um það leikfélagið sló í gegn þrátt fyrir að soffíu frænku hafi vantað.
veðrið var nokkuð gott. var ansi þéttur úðinn á laugardag og kvöld og fram á nótt. og þrátt fyrir gott fynd með guðný og ástu steinunni (vorum í björgunarvestum í rigningunni) neyddumst við til að fara heim og skipta um hverja einustu spjör! en að sjálfsögðu var haldið aftur í dalinn í aðalpartýið á lundaholum 33!
veislumaturinn hjá ástu steinunni rann ljúft niður með góðu víni á sunnudagskvöld, enda er orðin hefð fyrir því. fór frekar snemma heim aðfaranótt mánudags. aldurinn farinn að segja til sín og maður hefur ekki þetta þrek sem maður hafði áður til að djamma endalaust. dirfðist meira að segja til að hugsa er ég rölti mér heim: ég held mér væri sama þó ég yrði ekki næstu Þjóðhátíð......
skömmustuleg segji ég nú: frábær Þjóðhátíð eins og venjulega! hugsa að ég yrði viðþolslaus ef ég myndi ekki komast á Þjóðhátíð 2006. áfram Þjóðhátíð!

2 ummæli:

Véfrétt sagði...

Til hamingju!
Ég varð óvænt svilkona Eyja á þjóðhátíð.
Er ég þá orðin Vestmanneyjingur?
Hvað geturðu annars sagt mér (og öðrum áhugasömum í fjölskyldunni) um son formanns þjóðhátíðarnefndar?

Laila sagði...

OJ OJ OJ Drífa mín
að þú skyldir meira að segja að þora að skrifa og hugsa að þér yrði sama um næstu þjóðhátíð - hefur þjóðhátíðargvuðinn bankað upp hjá þér og skammað þig -held þú verðir að blogga meira um þjóðhátíð og funnið áður en hann/hún fyrirgefur þér :)