já krakkar mínir komiði sæl! 4 dagar í Þjóðhátíð og spenningurinn að verða ansi þrúgandi. sá bekkjabíl í gær og hélt að það myndi líða yfir mig af gleði! fór líka í kaupfélagið og verslaði í Þjóðhátíðarmatinn og svo var farið í mjólkurbúðina og ó mæ god....ég ætla ekki að gera alveg opinbert hversu mikið var verslað en við skulum orða það þannig: nóg er úrvalið og engar líkur á því að okkur muni þyrsta fram að áramótum...
heyrði í gær að stella löggufrænkan mín er komin til eyja. gott að hafa hana með sér í liði yfir Þjóðhátíðina. það er aldrei að vita nema að það komi sér vel. þá fer líka að styttast í að þetta uppálandilið sem þykist vera vestmannaeyingar fari að koma. þetta lið kemur einu sinni á ári eða þar um bil! pælið í því ef Þjóðhátíð yrði lögð niður? þá kæmu þau aldrei!!!! svo eru það nottlega börsungarnir (eins og arthúr björgvin bollason myndi orða það) sem ætla að láta sjá sig og endurhanna innihald Þjóðhátíðartjaldsins! bara gaman!
hef heyrt að elvis mæti ekki í ár eins og planað var...en kannski á næsta ári!
þriðjudagur, júlí 26, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ókey, hvað borgar Árni þér fyrir að halda úti heilli síðu til að prómótera þjóðhátið...?
Jæja, langt frá síðasta bloggi - greinilega svona tryllt gaman á þjóðhátíðinni, enginn tími til að hanga fyrir framan tölvuna. Gleðilega nýafstaðna þjóðhátíð, vonandi uppfyllti hún allar þínar þrár og drauma...!
Skrifa ummæli