jæja þá er árið 2005 gengið í garð og hið óumflýjanlega mun gerast nú á næstu dögum....ég mun verða þrítug. ó mæ god! en ég mun taka þessu með stóískri ró eins og mér einni er lagið. ég mun eyða afmælisdeginum í sveitasælu og ró og friði, með andlegan stuðning fjölskyldunnar mér til halds og trausts. ég mun anda rólega, stunda innhverfa íhugun um fertugsaldurinn og drekka ótæpilega af rauðvíni til að gleyma allri þessari vitleysu sem tengist því að eldast!
svo mun ég halda áfram að drekka til að gleyma helgina eftir þar sem ég mun njóta félagsskapar vina og kunningja sem munu hvetja mig áfram til að verða hundgömul þannig að ég geti haldið mörg ammælispartý í viðbót!
mánudagur, janúar 03, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli