fimmtudagur, desember 09, 2004

leitið og þér munuð finna...

íbúðin komin á sölu en enginn hefur enn spurt um hana mér vitanlega. buðum í hús á mánudag en vorum yfirboðin og fengum ekki notalegasta stóra hús sem ég hef komið í! þýðir víst ekki að sýta það en erum enn að leita. erum búin að skoða nokkur og skoðuðum eitt í kvöld sem okkur leist þokkalega vel á. það er reyndar doldið lítið en ýkt kósý og á réttum stað í bænum. ef við ættum von á þríburum eins og sigga lára vinkona mín þá myndi þetta ekki duga! en garðurinn er flottur og þá gæti ég loksins fengið mér trén sem ég hef saknað svo að hafa. ef þið vitið af krúttlegum tiltölulega heillegum húsum í vestmann, helst í austurbænum látið mig vita. það er orðið erfitt að vera á gaza!

Engin ummæli: