ég er öfga skotin!!! og það ekkert smá! gunni minn má bara næstum fara að vara sig! skoðuðum hús á hólagötunni í dag. jeminn! æðislegt, gamalt, mikið endurnýjað, góð sál, risastórt og því pláss fyrir heilan barnahóp eða marga ketti. það fer sko eftir því hvernig mun ganga í barneignabransanum. stór bílskúr handa gunna og bílnum....hehehe...og mörg mörg herbergi. gæti fengið alla familíuna í heimsókn og það væri samt nóg pláss. ágætis garður og stór pallur (jess!) frábært þvottahús og ég veit ekki hvað! og það kostar ekkert svo mikið..... sko það er nottlega allt dýrt þegar maður er fátækur en þetta kostar svipað og meðalíbúð í reykjavík.
það er auðvitað ekkert ákveðið ennþá. þurfum að losna við íbúðina fyrst og eigum eftir að skoða annað sem er töluvert minna en í sömu götu þannig að kannski verð ég aftur ástfangin eftir helgi. þannig að kannski verð ég bráðum einbýlishúseigandi!?!?!?!?!? jibbí!
þá getum við flutt úr palestínu og í frelsið!
laugardagur, desember 04, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
jei jei jei jei!!!! Æðislegt... vonandi sláið þið til ;)
Skrifa ummæli