miðvikudagur, desember 15, 2004

jóla-hvað!!!

við önsumussu ekki!
en annars eru jólin á leiðinni eins og flestir vita. allir pakkar tilbúnir nema til hans gunna míns, hvað það verður veit nú enginn, ekki einu sinni ég!!! hehehehe..... en það er nú bara gaman. missi af litlu jólunum í skólanum á föstudaginn þar sem ég er að fara að fórna mér í baráttunni og fara á jólahlaðborð. erum að fara á hótel rangá og verðum í góðra vina hópi að éta góðan mat og gista í lúxus. ekkert smá næs! svo verður brunað í bæinn til að hitta ættingja og aðra sem láta mann fá jólapakka! hehehe... en förum heim á þriðjudag þar sem við ætlum að reyna að hitta lailu og lúlla, lundúnarbúana ógurlegu sem ætla að dvelja á klakanum um jólin. hlakka ýkt til!

skyld´ða vera jólahjól.........

1 ummæli:

Drífa Þöll sagði...

p.s. það er ekkert að frétta af húsamálum, erum enn að líta í kringum okkur.