...á eyjuna fögru með nýju vestmannaeyingana.
við útskrifuðumst af spítalanum mánudaginn 2. febrúar og eyddum 4 dögum í að taka á móti gestum, nefna börnin og halda veislu í tilefni af nafngiftinni.
englarnir okkar fengu nöfnin Erlendur og Arna í höfuðin á öfum sínum og buðum við nánustu fjölskyldu í kaffi í tilefni af því. afarnir voru að sjálfsögðu rosalega glaðir og stoltir af þeim heiðri að fá nafna og nöfnu og við ætlumst auðvitað til þess að þeir dekri sérstaklega við börnin vegna þessa.
annars voru vinir og vandamenn einstaklega duglegir við að heimsækja okkur og þegar við héldum heim þurftum við nánast að panta flutningabíl til að koma öllum gjöfunum til Eyja. það kemst lítið annað í bílinn en við og krakkarnir og smá farangur. (við sjáum fram á að þurfa að kaupa okkur stærri bíl...)
heimferðin gekk vel og þykir einsýnt að krakkarnir séu hinir mestu sjóhundar, alla vega sváfu þau vel í herjólfi og gáfu foreldrum sínum því tækifæri á að hvíla sig líka.
en það besta af öllu var að komast heim á ásaveginn. kisilíus tók vel á móti okkur þó hann skilji ekki alveg ennþá alla þá athygli sem krílin fá, ég held hann sakni þess að vera aðalnúmerið. eftir að hafa komist heim þá skil ég ennþá betur þetta orðatiltæki: hóm svít hóm!
mánudagur, febrúar 09, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Æ elskurnar! Velkomin heim!
Vonandi gengur allt vel,
Knús Lilja
vildi bara kvitta fyrir lesturinn... :)
kær kvedja til ykkar allra
Dagny S
Eru ekki myndir???
hæ hæ vonandi gengur vel með Erlend og Örnu. Gangi ykkur sem allra best Kv Sigrún Ragna
Skrifa ummæli