föstudagur, október 03, 2008


alltaf verður maður jafnhissa þegar fyrsti snjórinn lætur sjá sig! lélegu sumardekkin eru ennþá undir bílnum og bíða eftir því að gunni minn komi heim af sjónum svo hægt sé að skipta yfir á vetrardekk. ég er of mikil prinsessa og of ólétt til að nenna að standa í því sjálf.

annars líður ekki á löngu þar til gunni minn kemur heim í frí en hann mun samt missa af 20 vikna sónarnum og það finnst mér leiðinlegt. hins vegar er það mikill kostur að tæknin er orðin svo mikil að ég fæ upptöku á dvd af krílunum til að sýna honum þegar hann kemur heim. en aumingja gunni minn fær ekki mikið frí þegar hann kemur heim; það þarf að byrja að skipta um glugga í húsinu og byrja að færa tölvuherbergið upp og græja barnaherbergið niðri, hann þarf að skipta um dekk eins og áður sagði, klára grindverkið sem hann byrjaði á í ágúst, setja vetrarhlíf utan um jenna (öspina sem við bindum miklar vonir við), stjana við mig og bumbubúana, knúsa mig mikið og lengi og ég veit ekki hvað og hvað... en mikið hlakka ég til að sjá gunna minn...

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

very clever.

Nafnlaus sagði...

úff....ég er bara örmagna fyrir Gunna hönd : ) En þú átt svo sannarlega skilið að kallinn stjani við þig..örugglega ekkert grín að bera 2 kríli!

Bestu kveðjur úr Kópavoginum,
Begga

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með bumbubúana :)
Kreppukveðja úr kópavogi ;)

Ingveldur

Nafnlaus sagði...

Jiii ég hélt að þú værir hætt að blogga úff hvað ég er fegin og ég er ekkert smá ánægð að fá að fylgjast með þér og bumbukrílunum sem ég held að séu stelpa og strákur hahaha... eð tveir strákar eða ... ok ég er hætt Knús elskan mín og láttu karlinn stjana við ykkur :)