sunnudagur, desember 23, 2007

korter í jól


nú eru jólin alveg að bresta á. búið að gæða sér á dýrindis vel kæstri skötu, skreyta tréð, rölta í bænum í frostinu og allt tilbúið nema bara eftir að fara í jólabaðið og elda jólasteikina.

mamma, lú og pedro eru í heimsókn þannig að nú er hamagangur á hóli. mamma hefur verið að hamast við að baka meðan lú og pilturinn hafa aðallega verið unglingaveik. það er samt ofsa gaman að hafa gesti og pakkahrúgan undir trénu er stór.

ég vil bara óska öllum gleðilegra jóla eða boas festas eins og ku vera sagt á portúgölsku.
kveðja frá stóðinu á ásaveginum!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðilega hátíð til ykkar allra..bestu kveðjur á "hól" :O)

Stella og strákarnir.

Nafnlaus sagði...

Gleðileg jól elsku kerlingin mín :)
Jólakveðja Helga Björk