mánudagur, ágúst 20, 2007

sumarfríið búið...

jæja sumarfríinu lokið. er byrjuð að vinna. örlítið breytt umhverfi þó skólahúsnæðið sé það sama. spennandi vetur framundan, mun kenna 5. bekk í fyrsta sinn og þar að auki bætist enska við stundaskrána. unglingarnir munu missa af hæfileikum mínum í vetur en það gerir vinnuna ekkert minna spennandi.

eftir 3 fyrstu vinnudagana var okkur hjónaleysunum boðið í bústað í skorradal. gestgjafarnir voru öddi bró og harpa en þau eru orðin svo fínt fólk að þau eiga hlut í slíkum híbýlum. ásamt okkur voru pabbi og gulla, maggi, helga lind og sigríður birta.
þetta var einstaklega ljúft. slakað á í pottinum, borðað endalaust af góðum mat, mikið spjallað, djöflast á jetski á vatninu, spilað, farið í jarðarberjamó (lýg því ekki!), leikið í sandkassa og hoppað á trampólíni. bara gaman enda hittumst við öll alltof sjaldan. mér fannst vanta þær systur telmu og heklu en kannski mæta þær næst.
svo þegar líða tók að heimferð þá tókum við gunni minn rúntinn í stíflisdal að heimsækja ransý systur ella pé og hennar ektamann, en þar eiga þau sumarbústað. alltaf gaman að koma þangað enda ransý sífellt með nýbakað á borðum. gunni slasaði sig í fótbolta þar í keppni við töluvert yngri drengi. ekki alvarlega samt en er nú með slæmsku í hné. eftir notalega stund hjá ransý og eiríki þá brunuðum við í þorlákshöfn og sváfum værum blundi alla leiðina heim.

í dag hófst svo ný vinnuvika og það verður sko nóg að gera áður en að kennsla hefst á föstudag (svitn) en allt kemur þetta með kalda vatninu!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Aldeilis líf og fjör hjá þér Fífí mín!
Gott að heyra að allir eru kátir og spenntir yfir vinnunni sinni! Kossar og knús úr Hafnarfirðinum

Nafnlaus sagði...

hóhóhó
Alltaf gaman að heyra af góðum ferðalögum í sveitina góðu. Vona að þú njótir kennslunnar í vetur, kíki svo á ykkur við fyrsta tækifæri. Sjálf er ég flutt á Háaleitisbrautina ef þú átt leið í bæinn. Man ekki númer hvað svo byrjaðu bara á númer eitt og leitaðu á bjöllunum :);) en nauðsynlegt að kíkja í kaffi...
Kveðja úr laxinum
Guðný Kr.