föstudagur, ágúst 10, 2007

að þjóðhátíð lokinni


jæja, þjóðhátíð liðin og sumarið þar með búið.

þetta var ein besta þjóðhátíð í heimi og seimi. tjaldið var ekki fokið á föstudeginum þrátt fyrir hvell um nóttina, nýja kommóðan og dúkurinn og myndirnar og blómin sómuðu sér vel í tjaldinu, veitingarnar voru dýrindis og ég þarf að baka fleiri en 120 skinkuhorn fyrir næstu þjóðhátíð það er nokkuð ljóst. veðrið var alveg geggjað gott, allir í góðu skapi og um 11 þúsund manns í dalnum þegar mest var.

hér voru ekki nema 14 gestir og allt kvenkyns, gunna og nágranna okkar til mikillar gleði. (lesið betur um það á síðunni hans gunna) reyndar 9 fótboltastelpur í garðinum en restin gisti inni. aldrei verið svona margir en það gekk ótrúlega vel að hleypa öllu þessu kvenfólki á klósett og í sturtu. gunni minn er geðveikt þolinmóður!

hefðirnar dásamlegu voru að sjálfsögðu á sínum stað.

föstudagur: setningin, kökuveisla í tjaldinu eftir það, grænmetissúpa heima, kvöldvaka, brennan, fara á tjaldarölt, dansa eins og vindurinn, taka bekkjarbíl heim.

laugardagur: vakna og chilla heima framan af degi (hef ekki enn lært að fara inn í dal að deginum nema til að vesenast fyrir helv..... leikfélagið en það er önnur saga), borða afganginn af súpunni, kvöldvaka, flugeldasýning, tjaldpartý, tjaldarölt, dansa eins og vindurinn, taka bekkjarbíl heim.

sunnudagur: vakna og chilla heima, fara til ástu steinunnar og undirbúa mat með henni (læri, brúnaðar og tilheyrandi) enda veitir ekki af hjálpinni þar sem 23 voru í mat núna, skyrta og þjóðhátíðarbindi, farið í dalinn, kvöldvaka, brekkusöngur, týna röddinni, flugeldasýning, tjaldpartý, tjaldarölt, dansað eins og vindurinn, tjaldarölt, dansa meira, gunni farinn heim, tjaldpartý, fara á litla pallinn á síðustu metrunum, leita að tjaldapartýi, (hvar eru allir???), finna tjaldpartý, sætta sig við að þjóðhátíð sé búin, taka bekkjarbíl heim.

mánudagur: vakna seint og síðar meir, liggja í leti og nenna ekki að byrja að þrífa eftir gestina.

næstu dagar: safna röddinni saman, þvo endalaust af þvotti, þrífa, jafna sig eftir svefnlitla helgi, átta sig á hvað langt er í næstu þjóðhátíð, átta sig á að sumarfríið er að verða búið, o.fl. o.fl.


lesendur mega gjarnan giska á hvað er á myndinni sem hér fylgir en hún var tekin á föstudagskvöldinu af aðalfyndinu.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Augljóst! Þú og fleiri með kafaragleraugu! Gott að var gaman ljúfan,heyri í þér fljótlega.

Nafnlaus sagði...

Þetta eru gulu kafaragleraugun sem þú sýndir mér..hehe :O)

Stella.

Drífa Þöll sagði...

ég á augljóslega snjalla vini! þetta verður að vera flóknara næst!

Skoffínið sagði...

hehehe það hefði verið stuð að vera með í þessu;)
Komin heim og knús, heyri í þér bráðum.