þriðjudagur, júlí 12, 2005

aðeins 17 dagar í Þjóðhátíð krakkar mínir! er ekki lífið yndislegt? verið að panta 3 tonn af súpukjöti í krónuna, bæði sviðin og sjoppurnar komnar upp inni í dal og brúin er innfrá en á eftir að setja hana upp. vei!
annars verður nóg að gera hjá kennara í sumarfríi fyrir Þjóðhátíð. halda áfram að koma sér fyrir í húsinu (gunni er t.d. að flísaleggja þvottahúsið as ví spík) og vonandi fara hurðirnar að verða tilbúnar, svo eru að koma gestir um helgina: maggi bróðir og stelpnastóðið(þau ættu að stofna hljómsveit!) svo að það verður heljarinnar fjör, svo má nottlega ekki gleyma öllum undirbúningnum hjá leikfélaginu fyrir barnadagskrána á Þjóðhátíð... það verður að sjálfsögðu geysilega vönduð dagskrá. við erum búin að vera að finna til búninga, pappamassa, búa til kórónur, gera hestagrímu, mála risasleikipinna og svona mætti áfram telja en nú þarf að fara að æfa og það verður eflaust mikil vinna enda viljum við gera þetta vel.
ég held samt að það toppi enginn soffíu frænku sem söng eins og engill á sunnudagsbarna-dagskránni á síðustu Þjóðhátíð!
og allir syngja með: á þjóðhátíííð þar hitti ég þiiiiiig......

2 ummæli:

Skoffínið sagði...

Með rómantík og reyktan lunda....rölti ég til vinafunda.....lífið er yndisleeegt ......úúúútí Eyjum hann Einar kaldi.......óhhhh gamla gatan mín dírúddí dúdddireiiiiii

Hvernig ætli lagið verði á morgun??????

get ekki beðið get ekki beðið get ekki beðið

Ein óð í Þjóðhátíð í Barcelona

Laila sagði...

Gleðilega þjóðhátíð Drífa mín
haltu svo upp heiðri allra þjóðhátíðargesta -