föstudagur, apríl 15, 2005

það er tíðindalaust héðan frá suðurhafsparadísinni. sambýlingar okkar staddir í prag (helvítin á þeim) og mest af frítímanum fer í kóræfingar. æfingarnar eru svona stífar vegna þess að það eru tónleikar á sumardaginn fyrsta, til fjáröflunar fyrir færeyjaferðina. jibbí! svo nottlega þarf maður að fara að smyrja raddböndin til að syngja: ólafur reið með bjööörgunum fraaaam villir haaannn stillir haaann..., með innfæddum. johnseninn mun svo sjá að brytja niður skerpukjötið og ferja okkur út um allt. vei! við erum meira að segja að æfa drottinn er minn hirðir á færeysku, það er frekar fyndið og erfitt að halda andlitinu þegar maður er að rembast við að bera orðin fram rétt. það á líka eftir að vera erfitt að hlusta á háalvarlegan prest messa á færeysku á sunnudeginum eftir skrall dauðans....heheheh.... en það verður bara gaman.
skál fyrir frændum vorum færeyjingum!

1 ummæli:

Íris Sig sagði...

hí á þig.. færeyska pía ;)
Hvað eru þau að gera í Prag??