þriðjudagur, apríl 14, 2009

einu sinni í mánuði


það virðist vera orðið þannig að ég sjái mér ekki fært að kom hér inn nema einu sinni í mánuði og hripa eitthvað niður. enda svo sem nóg að gera á heimilinu. svo vorum við í borg óttans um daginn og vorum næstum tvær vikur en ætluðum bara að vera í eina. en við komumst heim fyrir páska og gátum því nartað í páskaeggin á heimavelli.

dúettinn dafnar og Erlendur er sprækur þrátt fyrir nýrnavesenið. en við þurfum sum sé að vera soldið á ferðinni með drenginn til læknis í höfuðborginni. það þýðir aðeins eitt og það er að við neyðumst til að kaupa okkur annan bíl. þegar við héldum upp á land núna síðast þurftum við að fá bílinn hjá tengdó lánaðan, en það er volvo steisjón. hann dugði samt varla fyrir allan farangurinn sem fylgdi litlu stórfjölskyldunni enda þurftum við að taka vagninn með og hann tekur svaðalegt pláss. svo núna erum við ein augu þegar við förum á rúntinn því við erum að reyna að sjá út hvernig bíll hentar best; er það jepplingur eða steisjón, sjömanna bíll eða pallbíll, lítil rúta eða húsbíll...maður spyr sig. eina skilyrðið er í rauninni að vagninn komist skammlaust í skottið og það sé pláss fyrir foreldrana og dúettinn. pláss fyrir foreldrana segið þið...jú þannig er mál með vexti að gunni þarf nefnilega að sitja mjög framralega þegar hann keyrir því bílstólarnir taka svo mikið pláss aftur í og það finnst honum óþægilegt þar sem hann er frekar hávaxinn. ég hugsa að svona rauður strætó sé of stór en hugmyndir að rúmgóðum bílum eru vel þegnar!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Frá 2 - 8 ára verða þau örugglega mjög sátt við að eiga tveggja hæða strætó. En ég held að hver unglingur myndi segja ykkur upp sem foreldrar ef þetta væri heimilisbílinn.
Kveðja, fjölskyldan Vallargötu.