hei fólk!
nú er farið að styttast í duran duran tónleikana maður! tæp vika í að æskudraumurinn rætist, vei! keypti greatest diskinn og fékk gömlu arena plötuna skrifaða á disk þannig að nú er bara hlustað á simon og félaga og sungið með hástöfum.
það er soldið fyndið með svona fortíðarflipp hvað maður breytist hálfpartinn í krakkaskrípið sem maður var þegar maður var að hamast við að klippa út úr bravo blöðunum! ég sé herbergið mitt fyrir mér, man hvaða strák ég var skotin í, man ógeðslegu klippinguna sem ég var með, svo fátt eitt sé nefnt... er farin að hlakka geðveikt til og við lilja eigum eftir að garga úr okkur raddböndin.
hvað varðar húsið mitt er ég búin að fara í rúmfatalagerinn og kaupa eldhúsgardínur, veggkertastjaka í borðstofuna, loftljós í eldhúskrókinn og fyrir ofan stigann og eitthvað fleira sem ég man ekki. það er svo gaman að kaupa svona nýtt í nýja húsið sitt....gunna greyinu finnst það ekki alveg jafngaman enda þarf hann alltaf að halda á pokunum...hehehehehe....
en fyrir nánustu vini: þá er ég með frekar góðar fréttir. ég ætla ekki að pósta það núna enda ekki tímabært en ef þið sem skiptið okkur máli viljið vita þá annað hvort sendið þið póst eða hringið. þ.e.a.s. ef við verðum ekki búin að láta vita.
ekki nema 35 dagar í þjóðhátíð! jibbí!
föstudagur, júní 24, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hmmm... nánustu vinir og fólk sem skiptir ykkur máli... er ekki viss um hvort mín auðvirðilega persóna fellur í þennan flokk en er ekkert minna forvitin fyrir það - veðja á óléttu og/eða giftingu... kannski inngöngu í skóla í útlandinu? Dettur ekkert fleira í hug í bili...
Á að drepa mann úr forvitni eða hvað???
Best að hringja....
....ÓNEIIII ÞAÐ ER Á TALIIIIII
...best að slaka og bíða og prófa aftur
Skrifa ummæli