fimmtudagur, júní 08, 2006

06.06.06.

bubbi fimmtugur og viðburðaríkur dagur hjá okkur hér á heimilinu.
ég var sett í það að taka upp tónleikana því ótrúlegt en satt þá ákvað gunni minn að fara með himma og fleirum til að prófa nýja paraseilið sem þeir félagar keyptu og fengu í pósti sama dag. ég var að hamast við að þrífa þar sem von var á ödda og hörpu daginn eftir. nú, ásta steinunn kom til að horfa á afmælistónleikana og ég lagði frá mér ryksuguna.
varla var liðinn klukkutími frá því að gunni fór og tónleikarnir hófust þegar hringt var úr símanum hans gunna að láta vita að hann væri staddur á spítalanum og hefði meitt sig soldið. var látin vita að ég yrði sótt. sjitt fokk piss hvað mér brá.
ég var sótt til að fara niður eftir og þar var gunni minn sárkvalin að láta lækninn skoða sig. það slitnaði nefnilega hanalöppin sem bundin var við bátinn og "fallhlífin" dró gunna minn um 100 metra eftir grýttri fjöru áður en hann endaði úti í sjó.
sem betur fer reyndist hann ekkert brotinn, en hann var lagður inn og svo kom í ljós að blætt hafi inn á vöðva í vinstri fæti auk þess sem hann er bólginn og marinn á bakinu, hægri síðunni og hægri fæti.
hann er líka orðinn ýkt frægur, búið að skrifa um hann í bæjarblaðinu og mogganum!!! geri aðrir betur.
hann var svo útskrifaður í dag, gengur við hækju en verður örugglega farinn að leika sér á paraseilinu áður en maður veit af.
ég hugsa samt að ég láti það aðeins bíða að fara í þetta dót...en ofurhugar þarna úti verið velkomnir!!!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

En mundirðu að taka tónleikana upp???

Drífa Þöll sagði...

ó já tónleikarnir urðu ódauðlegir á vhs í eigu okkar hjónaleysanna. ef þið misstuð af þeim þá verið velkomin í netta video stund!

Nafnlaus sagði...

Ææ, sendum kalli þínum okkar laaang bestu bataóskir. Gott að hann er ekki brotinn ræfilstuskan!
Knús og brjálað sakn héðan.

Skoffínið sagði...

ómægooood!!!!

Við vorum einmitt að pæla þegar fréttirnar komu af þessu hvort að þetta væri einhver sem við þekkjum. Djíssss ég vona að hann sé nú í lagi "litla" greyið. Þór var einmitt að rifja upp að þetta er víst ekki í fyrsta skiptið sem Gunni "litli" kemst í fréttirnar fyrir "slysni". Gekk hann ekki einhvern tíma á planka og komst í fréttirnar fyrir það? Lenti hann líka ekki einhvern tíma í hjólreiðaslysi þar sem hann hljóp á hljólreiðamann??? meeeehaahahahahhaha
Svo náttla komst Þór líka í fréttirnar á sínum tíma fyrir að fjúka út í buskann í roki. Já þessir eyjapeyjar reyna allt til þess að komast á síður dagblaðanna...já sei sei

Drífa Þöll sagði...

já hann gunni er svo ótrúlega athyglisjúkur að hann stefnir lífi og limum í hættu! það sem menn gera ekki fyrir frægðina...